top of page
Copy of Logo Sound Health.png

Hvernig hljómar þín heilsa?

Lífsstílslæknar með þér í liði

Sound Health - lífsstílslækningar

Sound - merkir hljóð en í víðari skilningi sem lýsingarorð merkir orðið hreysti, rökrétt, óbrotin eða traust. 

 

Heildarmyndin

Læknisfræðin bútar líkamann niður í minni einingar sem við getum svo sérhæft okkur í, t.d. hjarta/tauga/geð/innkirtla. Ef hvert líffærakerfi væri hljóðfæri, viljum við ekki eingöngu skoða eitt hljóðfæri heldur skilja og hlusta á hljóm hljómsveitarinnar. Þá komumst við oft nær rót heilsufarsvanda.

Traust

Læknaþjónusta sem snýst um að bæta lífsgæði og færni með áherslu á lífsstíl

Þekking

Mikil reynsla og sérþekking á lífsstílstengdum sjúkdómum

N = 1

Einstaklingsmiðuð nálgun, stöðumat og fræðsla

Viðtöl

Ítarleg viðtöl bjóða upp á betri yfirsýn og heildarmynd

Þekking og traust

Við köllum okkur lífsstílslækna - það er ekki viðurkennd sérgrein á Íslandi en ætti líklega að vera það. Það sem einkennir okkur er áratuga reynsla af læknisstörfum og heildræn þekking og nálgun. Við gefum okkur góðan tíma til að kynnast þér og þínum væntingum. Við viljum nýta þá möguleika betur sem eru að finna í lífsstílsbreytingum og bjóðum því upp á nýja tegund af læknisþjónustu, sérsniðna að þínum þörfum og markmiðum. 

Copy of Logo Sound Health (2).jpg

Efnileg efnaskipti

Efnaskiptaheilsa er líklega nýtt hugtak fyrir þér en við förum vel í gegnum mikilvægi góðra efnaskipta og orkustjórnunar. Við tökum stöðuna á þínum mæligildum og gefum þér ráðleggingar um næstu skref. Hér ríkir traust og við hlustum.

Við leggjum sérstaka áherlsu á hugmynda-fræði lífsstílslækninga (e. lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til þess að fyrirbyggja, bæta heilsu og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.

Valdefling og fræðsla

Hvort sem við þurfum að bæta eða viðhalda góðri heilsu getum við sjálf gert breytingar sem virðast smávægilegar en hafa gríðarleg áhrif. Við hjálpum þér að finna leiðir til breytinga og forgangsraða.

Copy of Logo Sound Health (1)_edited.jpg
bottom of page