
Hvernig hljómar þín heilsa?
Sound Health - lífsstílslækningar
Við hjálpum þér að skilja hvað liggur að baki einkennum þínum og styðjum þig til að byggja upp jafnvægi og orku sem endist.
Sound Health hentar þér ef þú vilt:
🔹 fyrirbyggja heilsubrest og viðhalda góðri heilsu
🔹 snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum eins og háþrýstingi, efnaskiptavillu eða sykursýki 2
🔹 minnka þörf á lyfjum með raunhæfum lífsstílsbreytingum
🔹 bæta orku, meltingu, svefn og andlega líðan
🔹 skilja betur ýmsar mælingar – og hvernig þú getur haft áhrif á þau
✨ Byrjaðu á stöðumatinu þínu í dag og finndu út hvar þú stendur.
Af hverju Sound Health?
„Sound“ merkir bæði hljóð og heilbrigði eða traust. Við líkjum oft líkamanum við hljómsveit - þegar eitt kerfi fer úr takt, finnur þú það á orkustigi, svefni, meltingu eða skapi.
Við erum læknar sem sameinum læknisfræði og lífsstílsnálgun til að finna rót vandans og hjálpa þér að endurheimta jafnvægi.
Þjónustan nær til einstaklinga og hópa – og býður upp á ítarlegt stöðumat, ráðgjöf, námskeið og netkúrsa sem miða að varanlegri heilsu og vellíðan.
Traust
Læknaþjónusta sem snýst um að bæta lífsgæði og færni með áherslu á lífsstíl
Þekking
Mikil reynsla og sérþekking á lífsstílstengdum sjúkdómum
N = 1
Einstaklingsmiðuð nálgun, stöðumat og fræðsla
Viðtöl
Ítarleg viðtöl bjóða upp á betri yfirsýn og heildarmynd
Þekking og traust
Við köllum okkur lífsstílslækna – það er ekki viðurkennd sérgrein á Íslandi, en ætti líklega að vera það.
Reynslan okkar spannar áratug í læknisstörfum og heildrænni nálgun á heilsu. Okkur finnst mikilvægt að gefa tíma til að kynnast hverjum einstaklingi og hans markmiðum, því raunveruleg heilsa byggir á samvinnu og skilningi.
Markmiðið er að nýta þá möguleika sem felast í lífsstílsbreytingum og bjóða upp á nýja tegund læknisþjónustu – sérsniðna að þér og þínum þörfum.
Viðtal við lífsstílslæknana á Stöð 2
