top of page

Hvað er Sound Health?

​

Sound Health er heilsufyrirtæki fyrir alla sem vilja huga að heilsu og vellíðan. Við vitum hversu áhrifaríkar lífsstílsbreytingar geta verið til að fyrirbyggja eða bæta ástand flestra langvinna sjúkdóma. Hér ríkir traust og hlustað er á skjólstæðinga.

​

Við leggjum sérstaka áherlsu á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.

Starfsfólk Sound Health​

Stofnendur Sound Health lífsstílslækninga eru læknahjónin

Tekla H Karlsdóttir og Kjartan H Loftsson. 

kjartan profile feb 2023_edited.png

​Lífsstílslæknir

Kjartan Hrafn Loftsson

Almennur læknir með mikla reynslu úr heilsugæslu og lífsstílsnálgun til að hægja á eða stöðva framþróun langvinnra kvilla.

​

Kjart­an út­skrifaðist úr lækna­deild HÍ árið 2007 og hef­ur unnið sem heilsu­gæslu­lækn­ir í tæpan áratug, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Einnig hefur hann verið trúnaðarlækn­ir fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, lækn­ir á hjúkr­un­ar­heim­il­um og rann­sókn­ar­lækn­ir hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Haustið 2020 hóf hann störf sem lækn­ir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu Si­dekickHealth og vann þar við uppsetningu á rannsóknum og klínískri þóun stafrænna meðferðarúrræða vegna langvinna sjúkdóma. 
 

Frá 2014 hefur Kjartan verið sér­stak­lega áhuga­sam­ur um áhrif lífs­stíls á heilsu og sjúkdóma, en jafnframt að komast að rót vandans þegar það er mögulegt og beita lífsstílsúrræðum sem oftar en ekki hafa áhrif á mörg einkenni. Öll erum við mismunandi og því er oft nauðsynlegt að sérsníða meðferð að hverjum og einum. Fyrir marga snýst lífsstíll um bætta heilsu á efri árum og þar með forvörnum eða vinna að því að seinka aldurstengdum sjúkdómum en fyrir aðra getur lífsstílsmeðferðin snúið við þróun þeirra, minnkað þörf fyrir lyf og bætt lífsgæði.

​​

IMG_4485_edited_edited.png

Lífsstílslæknir

Tekla Hrund Karlsdóttir

Almennur læknir með sérstakan áhuga og færni í að tengja saman flókin einkenni og hefur mikla heildræna yfirsýn. 

​

Tekla útskrifaðist úr læknadeild HÍ árið 2012 og síðan þá hefur unnið sem heilsugæslulæknir, endurhæfingarlæknir á Reykjalundi og deildarlæknir á barna- og unglingageðdeild um tíma. Þá var hún rannsóknarlæknir hjá Íslenskri erfðagreiningu í rúm 2 ár og tók meðal annars virkan þátt í skimunum og rannsóknum á eftirköstum vegna Covid-19. Frá 2021 hefur hún starfað sem læknir hjá stafræna heilbrigðisfyrirtækinu Sidekick Health við að búa til meðferðarúrræði á rafrænu formi fyrir einstaklinga með fitulifur og aðra tengda efnaskiptasjúkdóma.

 

Samhliða vinnu síðastliðinna ára hefur hún einnig verið meðlimur í evrópskum rannsóknarhóp á síþreytu eða EMERG (European ME Research Group). Áhugasvið Teklu á læknavísindum er breytt og spannar allt frá toppi til táar en hún hefur sökkt sér í efnaskiptaheilsu sem og tengingu hennar við ýmsa flókinna langvinna einkennamynda eins og ME(Síþreytu), vefjagigt og POTS ofl.

Annað áhugavert: 

​

Lífsstílslækningar á Íslandi - stofnun ILMA 2023

  • Haustið 2023 stofnuðu Kjartan og Tekla ásamt 2 læknum Félag lífsstílslækninga á Íslandi - ILMA (Icelandic Lifestyle Medicine Association), sem hefur það að markmiði að vekja athygli heilbrigðisstarfsfólks og almennings á krafti lífsstílsbreytinga til að bæta heilsu og færni.

​

Vísindagrein birt í JMIR Cardio í febrúar 2024

  • Við störf sín hjá Sidekick Health, skrifaði Tekla og setti saman fræðslu- og lífsstílsprógram fyrir einstaklinga með fitulifur á grunni efnaskiptavillu en ekki áfengis. Verkefnið var stórt og komu margir að rannsókninni, en niðurstaðan var sérlega ánægjuleg. Meðferðin snérist um fræðslu, valdeflingu og ákveðnar lífsstílsbreytingar til að létta á lifrinni. Heilt yfir minnkaði lifrarfitan um tæp 20% á 12 vikum og blóðþrýstingur lækkaði um 6 mmHg (efri mörk) að meðaltali. Sjá nánar hér:  https://cardio.jmir.org/2024/1/e52576

​

bottom of page