
Fyrirtækjaþjónusta
Lífsstílslækningar og fyrirtæki
Hvernig myndi það hafa áhrif á fyrirtækið þitt ef starfsmenn væru með meiri orku, betri einbeitingu og færri veikindadaga?
Við hjá Sound Health vinnum með fyrirtækjum sem vilja fjárfesta í heilsu starfsmanna og sjá raunverulegan ávinning af bættri efnaskiptaheilsu. Lífsstílslæknisfræðin er að ryðja sér til rúms í forvörnum og vinnustaðamenningu – því þegar starfsfólk er heilbrigt, skilar það sér í betra rekstrarumhverfi.
Ávinningur fyrir fyrirtæki og starfsmenn:
✅ Bætt heilsa & vellíðan starfsfólks → Aukin starfsánægja
-
Betri svefn & minni streita = meiri orka yfir daginn.
-
Hreyfing, svefn og næring stuðla að betri líðan og skýrari hugsun.
-
Starfsmenn með betri einbeitingu gera færri mistök, sem dregur úr slysahættu.
✅ Aukin framleiðni & minni kostnaður → Sparnaður fyrir fyrirtækið
-
Meiri starfsorka: Stöðugur blóðsykur & minni bólga skila sér í betri afköstum.
-
Lægri heilsutengdur kostnaður: Fyrirbyggjandi aðgerðir draga úr fjarveru og læknisheimsóknum.
-
Færri veikindadagar: Bætt efnaskiptaheilsa styrkir ónæmiskerfið og dregur úr sýkingum.
🎯 Við bjóðum fyrirtækjum upp á:
Fyrirlestra – Hvernig næring, blóðsykurstjórn, streitulosun og svefn bæta einbeitingu & vellíðan.
Stöðumat – Blóðprufur, blóðþrýstingur & mælingar sem gefa skýra mynd af efnaskiptaheilsu.
Vinnubúðir – Fræðsla um 6 stoðir heilsu og þjálfun í atferlisfræði til að styðja við varanlegar breytingar.
Hefur þú áhuga á að heyra meira? Við bjóðum upp á stutta kynningu fyrir stjórnendur þar sem við förum yfir hvernig fyrirtæki þitt getur nýtt þessa nálgun.
Kjartan H Loftsson & Tekla H Karlsdóttir
📍 Sound Health | Lífsstílslækningar fyrir fyrirtæki

Sendu okkur línu
Bókaðu stutta kynningu með því að senda okkur línu hér fyrir neðan!