Námskeið
Yfirlit yfir námskeið.
Efnileg efnaskipti - hálfur dagur
Næsta námskeið:
Laugardaginn 7. desember
Kl. 9-13Kl
-
Góð efnaskipti er lykill að snúa við lífsstílssjúkdómum og bæta heilsu
-
Námskeið sem gefur góða yfirsýn og förum á dýptina eftir sem tími leyfir
-
Einkenni eru fjölbreytt (t.d. þyngdaraukning, minni orka, einbeitingarskortur, ofl.)
-
Förum yfir mælingar og blóðprufur sem varpa ljósi á stöðuna
´Í hvað fer þín orka?
Lýsing:
-
Skráning á námskeið er í gegnum hlekk hér að ofan - Ath. takmarkað sætaframboð.
-
Efnaskiptaheilsa útskýrð og tenging/orsök á bakvið fjölmörg einkenni sem draga úr lífsgæðum. Ræðum hvernig nútímalífsstíll er afgerandi þáttur og hvað á að gera í því.
-
Tímalengd: 3 klukkustundir.
-
Fjöldi: Mest 15 á hverju námskeiði.
-
Staðsetning: Heilsumiðstöðin Endurheimt, Lynghálsi 4.
-
Fyrirlesarar: Læknarnir Tekla og Kjartan (sjá nánar hér)
-
50% afsláttur af fyrsta námskeiði: 10.900 kr (22.900 kr)
Efnaskipti karla
Sérstök áhersla á karlmenn og efnaskiptaheilsu.
Hvort sem þú vilt viðhalda góðri heilsu eða vinna að því að bæta heilsuna þá er þetta námskeið fyrir þig.
Margir eru farnir að finna fyrir einkennum sem eru þó fremur almenn og óljós að erfitt er að setja fingurinn á hvað veldur - oft er ástæðan verri efnaskiptaheilsa.
Orkuleysi eða þreyta eftir máltíð?
Er mittismálið og þyngdin að aukast?
Snúum þessari þróun við - vertu með í heilsubyltingu!
Lýsing:
-
Skráning á námskeið/fræðslukvöld
-
Stöðumat Grunngildi er innifalið (sjá hér)
-
Best er að fara í blóðprufuna fyrir námskeið til að fá sem mest út úr því
-
Farið yfir helstu heilsufarsvandamál karla á besta aldri og hvernig á að þekkja snemmbær einkenni eða merki í blóðprufum. Þar má nefna insúlínviðnám og efnaskiptaröskun, sem er sameiginlegur áhættuþáttur flestra langvinnra sjúkdóma. Ræðum hvernig nútímalífsstíll er afgerandi þáttur og hvað á að gera í því.
-
Tímalengd: Tvær kvöldstundir í sömu vikunni frá 20-22.
-
Staðsetning: Heilsumiðstöðin Endurheimt, Lynghálsi 4.
-
Verð 19.900 kr.
Innifalið
Námskeið - Efnaskipti karla
Blóðprufur - eigin efnaskipti
Lykill að heilsu er góð efnaskiptaheilsa og hér gefst þér tækifæri á að mæla þín gildi í byrjun námskeiðs. Okkar reynsla er flestum finnst það mjög áhugahvetjandi og styður við fræðsluna og breytingar í framhaldi.
Fræðsla
2 x 2 klst. Markmiðið er að valdaefla þig með fræðslu og hnitmiðuðum aðferðum til að meta eigin heilsu og til að hefja breytingar ef þörf. Við höfum mikla reynslu í að miðla þekkingu.
Orka og efnaskipti
- 8 vikur
Heilsa er á einskonar rófi, rófi með mörgum víddum. Og líkt og tónlistarsmekkur , geta hugmyndir um góða heilsu verið mismunandi!
Hvort sem markmiðið er að geta hoppað þrefalda hæð sína á ólympíuleikunum, vitsmunalegir yfirburðir eða bara komast í gegnum daginn vel vakandi þá þurfum við orku til að knýja okkur áfram!
Dagsetning næstu námskeiða:
-
Skráning hafin á námskeið í nóvember
Stutt lýsing
-
Ítarlega farið í grunnatriði heilsu, á mannamáli og fyrir alla hvort sem er fyrir heilsuhrausta (fyrirbyggjandi) eða þá sem glíma við heilsufarsvanda.
-
Stöðumat Grunngildi (sjá hér) er innifalið fyrir þá sem vilja í byrjun námskeiðs.
-
Kenndar verða undirstöður insúlínviðnáms og efnaskiptaröskun, sameiginlegur áhættuþáttur flestra langvinnra sjúkdóma, hvernig nútímalífsstíll er afgerandi þáttur og hvað á að gera í því.
-
Tímalengd: 8 vikur
-
Uppsetning:
-
Námskeiðið er haldið í litlum sal, mest 15 einstaklingar í einu.
-
Fyrstu 4 vikurnar í eigin persónu, vikulega 2 klst í senn.
-
Seinni 4 vikurnar er áhersla á eftirylgd, stuðning og spurt/svarað. 1 klst á tveggja vikna fresti í gegnum fjarbúnað.
-
-
Staðsetning: Heilsumiðstöðin Endurheimt, Lynghálsi 4.
-
Verð 74.900 kr.
-
Ath. stéttarfélagið þitt niðurgreiðir mögulega námskeiðið.
-
Innifalið
Námskeið - Orka og efnaskipti
Blóðprufur - eigin efnaskipti
Lykill að heilsu er góð efnaskiptaheilsa og hér gefst þér tækifæri á að mæla þín gildi í byrjun námskeiðs. Okkar reynsla er flestum finnst það mjög áhugahvetjandi og styður við fræðsluna og breytingar í framhaldi.
Fræðsla
Markmiðið er að valdaefla þig með fræðslu og hnitmiðuðum aðferðum til að meta eigin heilsu og til að hefja breytingar ef þörf. Við höfum mikla reynslu í að miðla þekkingu.
Námskeiðisgögn í möppu
Í okkar stafræna heimi ætlum við að koma með mótvægi og bjóða samantekt og fræðsluefni á pappír, útprentað í möppu fyrir hvern og einn.
Stuðningshópur og eftirfylgd
Námskeiðin eru í eigin persónu, fámenn og verður þá stemmningin nánari fyrir vikið. Rúmur tími er gefinn fyrir spurningar og eins er hægt að ræða saman eftir námskeið.
Nánar um námskeiðið
Lífsstíll og lækningar hafa lengi haldist í hendur en síðustu áratugina hefur heldur slitnað á milli. Á aðeins nokkrum áratugum höfum við orðið vitni af því að lífsstílssjúkdómar og hinar ýmsu geðraskanir er orðið hið nýja norm! Heilbrigðiskerfið er að verða fullþanið og gefst því sjaldan tími til að rýna í rót vandands og miðast lausnirnar því gjarnan í einkennamiðaðri meðferð þar sem svörin eru helst að finna í nýjum lyfjum og/eða aðgerðum.
Hugmyndafræðin okkar er frekar einföld, hún snýr í grundvallaratriðum að því að tryggja að grunnþörfum okkar sé betur mætt. Þá má segja að þærr hvatir sem hafa í þróunarlegu samhengi, haldið okkur á lífi hafi snúist gegn okkur þegar að tókum þær með okkur inn í nýja tíma allsnægtar og þæginda.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á að valdefla einstaklinga til að taka ábyrgð á eigin heilsu á uppbyggjandi hátt. Með auknum skilning fylgir aukið sjálfsmildi sem og lausnarfæri. Mottóið okkar er heilbrigð nálgun á heilsu og í takt við fyrri sögu, markmið og heilsufæri. Við hjálpum þér að setja upp plan sem færir þig nær þínum markmiðum, gefur þér meiri orku og byggir upp góða heilsu.
Námskeiðið er á formi fyrirlestra og gefinn rúmur tími fyrir umræður. Ýmis verkefni eru lögð fyrir sem hjálpa þér að ná utan um eigin heilsu og greina hvar þín heilsufæri liggja. Þannig getum við orðið orkumeiri og haldið heilsu, eða jafnvel endurheimt heilsuna.
Nokkur lykilhugtök: Grunnstoðir, dægurrythmi/líkamsklukka, ósjálráða taugakerfið (drif- og sefkerfið), efnaskiptaheilsa og insúlínviðnám, orku- og blóðsykurstjórnun, samvægi (homeostasis), endurheimt, samþætt álag (allostatic load).