top of page
Writer's pictureTekla

Von um betri heilsu! ❤️

Er góð heilsa að verða vandfundin? Já, það lítur því miður allt út fyrir það. Efnaskiptaheilsu þjóðarinnar hefur farið hrakandi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. Ástandið er orðið þannig að börn eru að greinast með sjúkdóma eins og sykursýki 2, fitulifur og háþrýsting- sem fyrir ekki svo löngu voru sjúkdómar eldra fólks.


Á aðeins nokkrum áratugum, samhliða umfangsmiklum breytingum á lifnaðarháttum (matvæli, skjátími, osfrv), höfum við orðið vitni af því að svo kallaðir lífsstílssjúkdómar og hinar ýmsu geðraskanir er orðið hið nýja norm! - Við erum orðin samdauna ástandinu og því miður virðumst við telja að svörin séu að finna nýjum lyfjum og aðgerðum.


Algengur misskilningur er að heilsa sé flókin, en svo þarf ekki að vera! Hugmyndafræðin okkar er frekar einföld og snýr í grundvallaratriðum að því að tryggja að grunnþörfum okkar sé betur mætt, þannig getum við skapað öryggi og rými til að lifa og njóta.


En er rétt að kalla þetta lífsstíls-sjúkdóma?

Þegar að vísað er í lífsstíl-, afhendum við einstaklingnum ábyrgðina sem gefur honum tækifæri til að taka stjórn og hafa áhrif á gang mála. En það er víst lítið gagn í því að afhenda einstaklingnum keflið ef hann veit ekki í hvaða átt hann á að hlaupa! ,,Lausnin" í dag leynist oftar en ekki í útþynntum og misvísandi skilaboðum eins og: ,,borðaðu minna og hreyfðu þig meira...og ekki kenna öðrum um!"


Þegar að við afhendum einstaklingum ábyrgðina án eiginlegra lausnarfæra má segja að við skiljum hann eftir í einskonar kviksyndi, því meira sem hann reynir, því hraðari sekkur hann!

Í kaupbæti fær því einstaklingurinn skömmina sem ábyrgðinni fylgir og uppgjöf og lært hjálparleysi verður einskonar aukaafurð. Niðurstaðan er því að einstaklingurinn leggur traust sitt á ofþanið heilbrigðiskerfi þar sem gott fólk með góðan ásetning hefur ekki undan við að ,,slökkva elda” og nær því alltof sjaldan að staldra við til að sjá ástandið réttum augum.


Svo getur maður einnig spurt sig, er rétt að kalla ástand sem skýrist af eðlilegri svörun líkamans við óheilbrigðu umhverfi ,,-sjúkdóm”? Lífsstílssjúkdómar eru hvorki óhjákvæmileg örlög okkar né einhverskonar röskun heldur kannski bara heilbrigð tjáning líkama okkar á því að eitthvað er ekki eins og það á að vera!


Vandamálið er í grunninn samfélagslegt mein og ef allir eiga að hafa rétt á að upplifa góða heilsu, þarf samfélagið að vera heilsueflandi í raun!

Við trúum því að með aukinni þekkingu fylgir valdefling og lausnarfæri! Þá getum við betur sniðið nærumhverfi okkur í hag, lagt hlust á eigin þarfir og sýnt okku meira sjálfsmildi og þannig tekið fleiri ákvarðanir til heilsu.


Bíðum ekki betri tíma. Snúum vörn í sókn, endurheimtum náttúru okkar, og sköpum saman það samfélag sem við viljum búa í! Fyrir okkur sjálf, en ekki síst fyrir börnin okkar og komandi kynslóðir.


128 views0 comments

Comments


bottom of page