Ítarleg yfirferð á lífsstíl, heilsufari, lyfjanotkun og markmiðum - vinnum saman að rót vandans.
Heildræn einstaklingsráðgjöf:
-
Hentar fyrir flóknari heilsufarsvandamál þar sem leitað er að rót vandans
-
Ítarleg greining á heilsu - virkni og andlegri líðan
-
Markmið að bæta heilsuna með fræðslu, valdeflingu og heildrænum lífsstílstengdum aðferðum
-
Grunnstoðir lífsstílslækninga kynntar
-
Reiknum oftast með 2 viðtölum fyrir þessa þjónustuleið og eru þau tímafrek. Eftir fyrstu 2 viðtölin er lagt upp með styttri eftirfylgdartíma (símtöl, viðtöl).
Fyrsta viðtal:
-
Spurningalisti til að svara fyrir viðtalið
-
Viðtal á stofu, gefum okkur góðan tíma
-
Heildræn yfirferð á heilsufari, lyfjanotkun, fæðubótarefnum og vítamín
-
Grunnatriði lífsstílslækninga kennd og drög að einstaklingsmiðuðum ráðleggingum
-
Ákvörðun um frekari blóðrannsóknir/aðrar rannsóknir eftir þörf
Seinna viðtal:
-
Viðtal á stofu
-
Samantekt á heilsufarsupplýsingum og niðurstöðum rannsókna
-
Fræðsla um þýðingu rannsókna
-
Einstaklingsmiðaðar ráðleggingar um lífsstílsúrræði
-
Eftirfylgd ákveðin
Nýtt
- samvinna í 3 eða 6 mánuði
-
3ja mánaða samvinna að bættri heilsu.
-
Innifalið eru 5 viðtalstímar á tímabilinu.
-
Ítarleg yfirferð, kortlagning heilsufæra (tækifæri til að bæta heilsu). Á fyrstu 2 vikunum eru 2 viðtöl (sbr lýsingu ofan) sem eru samtals yfir 2 klst. Vikuleg samskipti og eftirfylgd. Heimavinna, mælingar og rannsóknir eftir þörfum. Nb rannsóknir eru ekki innifaldar í verði.
-
Verð 39.900 kr á mánuði í 3 mánuði.
-
-
6 mánaða samvinna að bættri heilsu.
-
Innifalið eru 8 viðtalstímar í tímabilinu.
-
Ítarleg yfirferð, kortlagning heilsufæra (tækifæri til að bæta heilsu). Á fyrstu 2 vikunum eru 2 viðtöl sem eru samtals yfir 2 klst. Vikuleg samskipti og eftirfylgd. Heimavinna, mælingar og rannsóknir eftir þörfum. Nb rannsóknir eru ekki innifaldar í verði.
-
Verð 39.900 kr á mánuði í 6 mánuði.
-
Heildræn lífsstílsnálgun
Hvernig gengur þetta fyrir sig?
-
Þú sendir til okkar beiðni um þjónustu, hnappurinn neðst.
-
Við sendum þér spurningalista (leiðbeiningar fylgja í tölvupósti).
-
Beiðnir eru yfirfarnar og svarað eins fljótt og auðið er.
-
Næst sendum við tölvupóst og þér boðinn tími í viðtal.
-
Í fyrsta viðtali förum við yfir markmið og væntingar, heilsufarssöguna, spurningalista og ákveðum næstu skref.
-
Eftir fyrsta viðtal er yfirleitt kominn ágætur grunnur til að byrja á einföldum lífsstílsbreytingum, samhliða frekari rannsóknum eða spurningalistum ef þarf.
-
Heimaverkefni og etv rannsóknir.
-
Seinna viðtal (2-4 vikum síðar) snýr að niðurstöðum spurningalista og etv rannsókna, túlkun og ráðleggingar um lífsstílsbreytingar eða önnur úrræði.
-
Eftirfylgd eftir seinna viðtal er einstaklingsbundin.
Verð:
-
6 mánaða samvinna - ca. 8 viðtöl + aðgengi að teyminu eftir þörfum
-
39.900 kr per mánuð
-
-
3ja mánaða samvinna - ca. 5 viðtöl + aðgengi að teyminu eftir þörfum
-
39.900 kr per mánuð
-
-
Einstaklingsviðtal - stakur tími
- 37.500 kr fyrsta viðtal - 1-1,5 klst.
-
Innifalið:
-
Fyrra viðtal: Samantekt á svörum spurningalista og undirbúningur fyrir langt viðtal við lífsstílslækni, kortlaggning heilsufars, túlkun á rannsóknum sem til eru, áætlun fyrir frekari rannsóknir, tilvísanir ef þarf.
-
-
19.900 kr seinna viðtal
-
Seinna viðtal: Langt viðtal við lækni, fræðsla, niðurstöðuviðtal og áætlun, blóðprufur og aðrar rannsóknir eru einstaklingsmiðaðar og er kostnaður ekki innifalinn í verði.
-
- 37.500 kr fyrsta viðtal - 1-1,5 klst.
-
Endurkomur:
-
12.500 kr - stutt viðtal, eftirfylgd rannsókna ofl.
-