Lífsstílslækningar - læknisfræði framtíðarinnar?
Við erum læknar með mikla reynslu úr hefðbundnu heilbrigðiskerfi og vitum kosti og galla þess. Reynsla okkar er úr ýmsum áttum t.d. heilsugæslu, endurhæfingu, stafrænni heilbrigðisþjónustu, trúnaðarlækningum, öldrun ofl. En síðustu 10 ár höfum við farið í saumana á lífsstílstengdum sjúkdómum (flestir sjúkdómar!) og jafnframt skoðað ítarlega hvernig hægt er að finna merki og einkenni þess að heilsan sé að stefna í óefni.
Við viljum kveikja áhuga og vinna með einstaklingum á nýjan hátt til að greina snemma undirliggjandi ástand og bregðast við - með mismunandi lífsstílsbreytingum. Við störfum með heilsumiðstöðinni Endurheimt enda mikill samhljómur og sameiginleg sýn á verkefnið, en fyrirtækið okkar heitir Sound Health og er heilsufyrirtæki fyrir alla sem vilja huga að heilsu og vellíðan. Við vitum hversu áhrifaríkar lífsstílsbreytingar geta verið til að fyrirbyggja eða bæta ástand flestra langvinna sjúkdóma. Hér ríkir traust og hlustað er á skjólstæðinga.
Sérstök áhersla er á hugmyndafræði lífsstílslækninga (lifestyle medicine) sem byggir á vísindalegum grunni og gagnreyndum aðferðum til að fyrirbyggja, bæta meðferð og jafnvel snúa við lífsstílstengdum sjúkdómum.
Skilmálar þjónustu og mikilvæg atriði
-
Sound Health setur áherslu á heildrænt stöðumat, fræðslu, valdeflingu, lífsstílsbreytingar og ráðleggingar.
-
Hér starfa læknar sem halda sjúkraskrá og tryggja öryggi persónugreinalega gagna.
-
Þjónustan er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Meiri tíma er varið með hverjum skjólstæðingi en gengur og gerist í heilbriðgiskerfinu.
-
Þessi þjónusta er ekki bráðaþjónusta vegna skyndilegra veikinda.
-
Blóðprufukostnaður og annar rannsóknarkostnaður er almennt ekki innifalinn í verði þar sem þörfin er einstaklingsbundin. Undantekning er að blóðprufukostnaður er innifalinn í Stöðumati.
-
Þjónustan býður ekki upp á endurnýjun lyfseðla né vottorðagerð. Heilsugæslan sér um slíkt.
-
Við störfum gjarnan með þínum heilbrigðisaðila (lækni, hjúkrunarfræðingi, sjúkraþjálfara, osfrv).
-
Þjónustan kemur ekki í stað heimilislæknis né annarra sérgreinalækna - heldur sem viðbót eða til að fyrirbyggja að þurfa að leita í heilbrigðiskerfið.
-
Þessi þjónusta er ekki ætluð til að greina eða meðhöndla sjúkdóma. Við vinnum með þínum læknum til að stuðla að betri lífsgæðum. Ef niðurstöður krefjast nánari skoðun eða eftirfylgd innan heilbrigðiskerfisins verður þeim málum komið í réttan farveg.